Skyndihjálp

Námskeið í skyndihjálp sem sértaklega eru sniðin að skipulagsheildum og hópum. Henta einkar vel á afmörkuðum fundum, í hádeginu eða tengt annarri fræðslustarfssemi svo sem í heilsuviku, á fræðsludögum og þess háttar. Leiðbeinendur námskeiðsins eru sérþjálfaðir hjúkrunarfræðingar með kennsluréttindi frá Rauða krossi Íslands. Þátttakendur fá viðurkennd skírteini í lok námskeiðs.

Grundvallarþekking í skyndihjálp getur skipt sköpum.

Vinnuslys og lífshættuleg atvik geta átt sér stað á öllum vinnustöðum. Þá er brýnt að hafa undirstöðuþekkingu í skyndihjálp því auðveldara er að bregðast fumlaust við þegar mínútur og jafnvel sekúndur geta skipt sköpum.

Megin markmið námskeiða er að þátttakendur:

  • Geri sér grein fyrir mikilvægi skyndihjálpar
  • Kunni hin fjögur skref skyndihjálpar
  • Kunni rétt viðbrögð við neyðaraðstæður
  • Öðlist grunnfærni í að beita skyndihjálp og sálrænum stuðningi í neyðartilfellum
  • Geti veitt slösuðu/veiku fólki aðstoð í neyð þar til sérhæfð aðstoð berst
  • Heilsuvernd getur sniðið námskeið eftir þörfum vinnustaðarins en grunnnámskeið sem í boði eru:

Námskeið

Endurlífgunarnámskeið (2 klst.)

Markmið að þátttakendur öðlist færni í að beita hjartahnoði og blæstri og kunni að nota hjartarafstuðtæki við endurlífgun. Hentugt námskeið fyrir þá sem hafa lært skyndihjálp áður en mælt er með endurmenntun annað hvert ár.

Skyndihjálparnámskeið (4 klst.)

Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja læra eða rifja upp grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðnings til að öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist grunnfærni í að beita skyndihjálp og sálrænum stuðningi í neyðartilfellum.

Skyndihjálparnámskeið (6 klst.)

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist þekkingu og færni í að beita einföldum aðferðum skyndihjálpar og geti greint einkenni algengra sjúkdóma og áverka.

Viltu fá nánari upplýsingar um þjónustuna?

Sendu okkur línu og við verðum í sambandi.