VELFERÐARÞJÓNUSTA

Velferðarþjónusta Heilsuverndar býður þjónustuþegum sínum upp á aðstoð og ráðgjöf á flestum þeim sviðum sem snúa að velferð einstaklinga.

Vanlíðan og persónulegir erfiðleikar af ýmsum toga geta haft alvarlegar afleiðingar á starfsgetu metnaðarfulls og dugandi fólks. Velferðarþjónusta Heilsuverndar getur í mörgum tilfellum flýtt fyrir úrlausn erfiðara vandamála og afstýrt fjarveru frá vinnu með aðstoð sérmenntaðra fagaðila. Velferðarþjónustan auðveldar einstaklingum og starfsfólki fyrirtækja að nálgast stóran hóp sérfræðinga á einum stað.

Með Velferðarþjónustu Heilsuverndar býðst aðstoð og fyrsta ráðgjöf sérfræðinga, þar sem sérfræðingar okkar og valdir samstarfsaðilar skuldbinda sig til að bregðast við innan sólahrings ef um neyðartilvik er að ræða, en annars innan fjögurra virkra daga. Fagfólk Heilsuverndar veitir ráðgjöf og aðstoð eftir þörfum hvers og eins, af reynslu, fagmennsku og í fullum trúnaði.

Við bjóðum upp á ráðgjöf á öllum sviðum velferðar en umfang og áherslur Velferðarþjónustunnar miðast að þörfum hvers og eins.

ÞJÓNUSTUÞÆTTIR

  • Sálfræðiráðgjöf
  • Áfallahjálp
  • Stuðningur vegna vandamála s.s. uppsagna, starfsloka og breytingaferla
  • Streitu- og tilfinningastjórnun
  • Stuðningur fyrir fórnarlömb og gerendur eineltis
  • Streituskólinn – streita og forvarnir
  • Ráðgjöf vegna áfengis- og fíknivandamála
  • Hjónabands-, uppeldis- og fjölskylduráðgjöf
  • Fjármálaráðgjöf
  • Lögfræðiráðgjöf
  • Ráðgjöf félagsráðgjafa
  • Ráðgjöf hjúkrunarfræðings
  • Ráðgjöf næringarfræðings
  • Heilsufarsskoðun og lífsstílsráðgjöf
  • Markþjálfun

Viltu fá nánari upplýsingar um þjónustuna?

Sendu okkur línu og við verðum í sambandi.