
Fræðsla fyrir vinnustaði
Heilsuvernd býður upp á fræðslu, námskeið og vinnustofur á sviði vinnu- og heilsuverndar sem við sníðum að þörfum viðskiptavina okkar, einstaklingum og fyrirtækjum.
Úrval fræðslu, námskeiða og vinnustofa á einum stað
Boðið er upp á fyrirlestra, námskeið og vinnustofur á sviði vinnu- og heilsuverndar ætluð skipulagsheildum og hópum.
Fræðslan hentar einkar vel á afmörkuðum fundum, í hádeginu, í tengslum við viðburði eða aðra fræðslustarfssemi svo sem í heilsuviku, á fræðsludögum, ráðstefnum og þess háttar. Hægt er að velja um staðar- eða fjarfræðslu.
Boðið er upp á vinnustofur, handleiðslu og ráðgjöf fyrir starfsmenn og stjórnendur vinnustaða, hópa og teymi.
Að auki eru haldin ýmis tímasett lengri og styttri námskeið fyrir einstaklinga, pör, fjölskyldur og ungmenni. Námskeiðin eru auglýst sérstaklega þegar þau eru í boði.
Teymi sérfræðinga okkar sem annast fræðsluna á vegum Heilsuverndar er skipað fagfólki og sérfræðingum á sviði heilsu og vinnuverndar, sálfræðingum, streituráðgjöfum, félagsfræðingum, félagsráðgjöfum, stjórnendaráðgjöfum, markþjálfum, hjúkrunarfræðingum og læknum, sjúkraþjálfum og fleirum.
Skoða fræðslu í boði
Hvaða fræðslu viltu bjóða þínu starfsfólki upp á?