ÞJÓNUSTA VIÐ FYRIRTÆKI, STOFNANIR OG VINNUSTAÐI

Sérfræðingar og ráðgjafar Streituskólans taka að sér að þjónusta fyrirtæki og vinnustaði með margþættri ráðgjöf, sérhæfðum úrlausnum og fræðslu.

 • Fyrirtækjasamningar – forvarna- og fræðsluáætlanir
 • Streituskólinn  – fræðsla og ráðgjöf til stjórnenda og starfsmanna
 • Fræðsla og fyrirlestrar fyrir starfsmannahópa
 • Forvarnir gegn streitu
 • Steituráðgjöf
 • Streitumælingar, ráðgjöf og eftirfylgni
 • Sérstakur stuðningur, ráðgjöf og sérhæfð handleiðsla fyrir stjórnendur
 • Markþjálfun, fyrir hópa, stjórnendur og einstaklinga
 • Teymisþjálfun (e. Team Coaching)
 • Leiðtogaþjálfun og valdefling
 • Hópefli gegn streitu og vanlíðan
 • Ráðgjöf um mannauð og fyrirtækjamenningu
 • Stefnumótun og gerð samskipta- og samstarfssáttmála
 • Sálfélagsleg vinnuvernd:

  1. Sálfélagslegt áhættumat.
  2. Greining og úrvinnsla eineltismála.
  4. Samskiptaráðgjöf.
  5. Handleiðsla og þjálfun (coaching).

Þjónustuþættir fyrir minni fyrirtæki

Fyrir fyrirtæki sem ekki hafa mannauðsdeild. Samanteknir þættir sem þurfa að vera til staðar í fyrirtækjum til að uppfylla lagaskyldu um sálfélagslega vinnuvernd. Séfræðingur okkar metur fyrirtækið og gefur ráð.

 

Þjónustuþættir fyrir meðalstór og stór fyrirtæki

Streitumæling: Gerð er mæling á streitustigi og líðan starfsmanna.

Forvarnaáætlun: Aðstoðað er við að gera áætlanir um hvernig bregðast eigi við álagi.

 

Sérhæfir þjónustuþættir fyrir stærri fyrirtæki

Sálfélagslegt áhættumat: Gerð er nafnlaus könnun á andlegri líðan starfsmanna og veitt fræðsla um geðheilsueflingu og heilsuvernd.

Aðgerðaáætlanir:
Gerðar áætlanir um viðbrögð við einelti og ofbeldi.

Átaksverkefni:
Ráðgjöf til fyrirtækja sem eru að gera breytingar á starfsmenningu, vaktaskipulagi eða vinnutíma.

Forvarnaáætlanir

Mikilvægt er að gera forvarnaáætlanir til að vernda heilsu starfsmanna og stjórnenda og tryggja eðlileg samskipti og koma í veg fyrir einelti eða kynbundið ofbeldi. Slíkt forvarnastarf er bundið í lög og mikilægt að stjórnendur og starfsmenn hafi þekkingu á slíkum málum og viti fyrirfram hvernig bregðast á við þeim.

Sérfræðingar Streituskólans hafa viðurkenningu Vinnueftirlits Ríkisins til að vinna forvarnaáætlanir skv. beiðni stjórnenda og mannauðsstjóra fyrirtækja. Ef um er að ræða fyrirtæki sem ekki hefur mannauðsdeild geta ráðgjafar Streituskólans gert tillögu að forvarnaáætlun í samvinnu við stjórnendur.

Forvarnaáætlanir fela í sér skipulag um hvernig hollustuhættir á vinnustað verða best tryggðir og hvernig bregðast á við ef upp koma alvarleg vandamál s.s. einelti eða kynbundið áreiti.

 

Streitumælingar

Hjá fyrirtækjum þar sem álag í starfi er mikið er mögulegt að gera streitumælingu. Tilgangur þess er að hver og einn starfsmaður átti sig betur á sínu eigin streitustigi til þess að geta betur brugðist við. Slíkar mælingar gefa einnig stjórnendum fyrirtækja og stofnana verkfæri til að gæta makvissar að líðan starfsfólks með forvarna aðgerðum, betra skipulagi og auðvelda áætlanagerð mannauðsstjóra.

Streitumæling er fyrst gerð fyrir allt fyrirtækið í senn og er það gert nafnlaust til þess að tryggja persónuvnernd og gefa góða heildarmynd á stöðunni. Allir fá spurningalista til þess að svara í tölvu sinni. Frekara mat og einstaklingsbundið er síðan mögulegt að gera í kjölfarið. Það er þá gert í þremur viðtölum við streituráðgjafa Streituskólans.

 

Átaksverkefni

Þegar um er að ræða átaksverkefni sem snerta alla starfsmenn er mikilvægt og faglegt að gera áætlun um hvernig slík verkefni eru framkvæmt.. Hafa ber í huga hvaða áhrif það hefur á líðan starfsfólks og um leið er það rekstrarlega hagkvæmt.

Taka má dæmi um samruna fyrirtækja, endurskipulag rekstrareininga eða þjónustu, og stærri aðgerðir til hagræðingar. Einnig hópuppsagnir, flutningar, sérstakir álagstímar eða ef upp koma alvarleg veikindi t.d. Covid-19 eða veikindi tengd myglu.

 

Sálfélagslegt áhættumat (ferli)
 1. Verkefnið kynnt
 2. Kynningarfundir til frekari kynninga. Fundirnir eru haldnir í vikunni efir að markpóstur hefur verið sendur út. Í stærri fyrirtækjum er með að til að ná til allra starfsmanna sé heppilegt að halda fleiri en einn kynningarfund.
 3. Fyrirlögn spurningalista. Matsspurningar eru sendar til vinnutölvu allra starfsmanna. Úrvinnsla er ónafngreinanleg sem tryggir persónuvernd og gefur ærlegri svörun ef um er að ræða einelti eða kynbundið ofbeldi.
 4. Gögnum safnað saman og úrvinnsla hefst.
 5. Niðurstöðum skilað til stjórnenda.
 6. Kynning á niðurstöðum fyrir starfsmenn.
 7. Gerð áætlun um sálfélagslega vinnuvernd, eflingu, hugsanlegar breytingar eða inngrip eftir því sem tilefni er til.
 8. Fræðsla. Allir starfsmenn fái sérhæfa forvarnafræðslu byggða á niðurstöðum áhættumatsins. Sameina mætti 6. kynningu á niðurstöðum og 7. fræðslu.
 9. Eftirfylgni.
  Mikilvægt er að fylga eftir fræðslu og hugsanlegum tillögum með fræðslufundi eftir 6 mánuði og 12 mánuði.