Fara á efnissvæði

Stefna Heilsuverndar í öryggis-, heilsu- og umhverfismálum

Stefna Heilsuverndar í öryggis-, heilsu og umhverfismálum tryggir að öryggi er haft að leiðarljósi í allri starfsemi og þjónustu fyrirtækisins með stöðugar umbætur í huga.

Stefna Heilsuverndar í öryggis-, heilsu og umhverfismálum

Heilsuvernd hefur sett sér ÖHU-stefnu sem viðmið í aðgerðum í öryggis- heilsu og umhverfismálum:

  1. Hafa öryggis-, heilsu- og umhverfissjónarmið að leiðarljósi í allri starfsemi og þjónustu fyrirtækisins með stöðugar umbætur í huga.
  2. Sérhverjum starfsmanni líði vel í vinnunni og fari ávallt heill heim frá vinnu.
  3. Nýta og umgangast auðlindir okkar af virðingu og taka tillit til umhverfisáhrifa s.s. við innkaup á aðföngum og minnkun úrgangs með aukinni endurvinnslu.
  4. Stuðla að víðtækri og góðri þekkingu og þjálfun starfsmanna sinna um öryggis-, heilsu- og umhverfismál með reglubundinni fræðslu og þjálfun.
  5. Leggja áherslu á trúnað við starfsmenn og viðskiptavini.
  6. Fara eftir lagalegum kröfum og öðrum reglubundnum kröfum sem gilda varðandi öryggis-, heilsu- og umhverfismál þ.m.l. varðveislu og vinnslu persónuupplýsinga.
  7. Vera í farabroddi fyrirtækja í öryggis-, heilsu og umhverfismálum. 

Útgáfa: 1.0
Dags.: 12.09.2023