Alþjóðlegur dagur hjúkrunarfræðinga
Alþjóðlegur dagur hjúkrunarfræðinga er í dag. Takk fyrir ykkur og til hamingju með daginn ykkar!
ALÞJÓÐLEGUR DAGUR HJÚKRUNARFRÆÐINGA
Í dag 12. maí er alþjóðlegur dagur hjúkrunarfræðinga.
Dagsetning alþjóðadags hjúkrunarfræðinga er valin til að fagna fæðingardegi Florence Nightingale, brautryðjanda á sviði nútíma hjúkrunar.
Árlega er haldið upp á þennan dag til þess að varpa ljósi á það mikilvæga framlag sem hjúkrunarfræðingar leggja til samfélagsins. Við þetta tilefni ákveður Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga þema hvers árs og í ár 2024 er það:
"Our Nurses. Our Future. The economic power of care"
Sjá nánar á heimasíðu alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga
Þann 5. maí síðastliðinn var árlegum alþjóðadegi ljósmæðra fagnað víða um heim. Við það tækifæri eru störf ljósmæðra sérstaklega heiðruð og unnið að aukinni vitundarvakningu á alþjóðavísu um mikilvægi ljósmóðurstarfsins bæði fyrir mæður og nýfædd börn þeirra.
Hjá Heilsuvernd samstæðu starfa 64 hjúkrunarfræðingar og 3 ljósmæður.
Kæru hjúkrunarfræðingar og ljósmæður hjá Heilsuvernd samstæðu, til hamingju með daginn ykkar!