Fara á efnissvæði

Guðrún Dóra Clarke ráðin til Heilsuverndar Heilsugæslu

Það er ánægjulegt að segja frá ráðningu Guðrúnar Dóru Clarke til okkar hjá Heilsuvernd Heilsugæslu í Urðarhvarfi

1. desember 2023

Það er ánægjulegt að segja frá ráðningu Guðrúnar Dóru Clarke til okkar hjá Heilsuvernd Heilsugæslu í Urðarhvarfi. Hún mun hefja störf  í mars næstkomandi og vinna markvisst að áframhaldandi uppbyggingu með okkur í heilsugæslunni og sérstaklega á Akureyri.

Guðrún er sérfræðingur í heimilislækningum, fædd og uppalin á Akureyri  og stúdent frá MA. Hún lauk embættisprófi frá læknadeild Háskóla Íslands árið 2004 og sérnámi í heimilislækningum árið 2011. Hún hefur hefur verið starfandi á Heilsugæslunni á Akureyri frá árinu 2011-14 og aftur frá 2016 eftir að hafa starfað um 2 ára skeið í Noregi. Hún hefur verið kennslustjóri sérnáms í heimilislækningum hjá HSN frá árinu 2020 og staðgengill yfirlæknis. 

Við hlökkum til og tökum vel á móti henni!