Fara á efnissvæði

Alþjóðlegur dagur hjúkrunarfræðinga

Alþjóðlegur dagur hjúkrunarfræðinga er í dag. Takk fyrir ykkur og til hamingju með daginn ykkar!

ALÞJÓÐLEGUR DAGUR HJÚKRUNARFRÆÐINGA

Í dag 12. maí er alþjóðlegur dagur hjúkrunarfræðinga.
Dagsetning alþjóðadags hjúkrunarfræðinga er valin til að fagna fæðingardegi Florence Nightingale, brautryðjanda á sviði nútíma hjúkrunar.
Árlega er haldið upp á þennan dag til þess að varpa ljósi á það mikilvæga framlag sem hjúkrunarfræðingar leggja til samfélagsins. Við þetta tilefni ákveður Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga þema hvers árs og í ár 2024 er það:
"Our Nurses. Our Future. The economic power of care"
Þann 5. maí síðastliðinn var árlegum alþjóðadegi ljósmæðra fagnað víða um heim. Við það tækifæri eru störf ljósmæðra sérstaklega heiðruð og unnið að aukinni vitundarvakningu á alþjóðavísu um mikilvægi ljósmóðurstarfsins bæði fyrir mæður og nýfædd börn þeirra.
Hjá Heilsuvernd samstæðu starfa 64 hjúkrunarfræðingar og 3 ljósmæður.
Kæru hjúkrunarfræðingar og ljósmæður hjá Heilsuvernd samstæðu, til hamingju með daginn ykkar!