Fara á efnissvæði

Jón Pálmi ráðinn til Heilsuverndar heilsugæslu

Það er ánægjulegt að segja frá ráðningu Jóns Pálma Óskarssonar til okkar hjá Heilsuvernd Heilsugæslu í Urðarhvarfi. 

10. janúar 2024

Það er ánægjulegt að segja frá ráðningu Jóns Pálma Óskarssonar til okkar hjá Heilsuvernd Heilsugæslu í Urðarhvarfi. 

Pálmi útskrifaðist úr læknisfræði frá Christian-Albrechts-Universität zu Kiel árið 2003. Hann er sérfræðingur í heimilislækningum frá árinu 2009 og varð sérfræðingur í bráðalækningum árið 2020

Hann starfaði sem heimilislæknir á Hvammstanga árin 2009-2010 og svo á heilsugæslunni á Akureyri frá 2010-2012. Þá hefur hann starfað á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri síðan 2012 og var forstöðulæknir bráðalækninga árin 2013-2014 og 2017-2023. Hann gegnir nú stöðu yfirlæknis á bráðamóttöku sjúkrahússins. 

Pálmi hefur þegar hafið störf og bætist þannig í hóp öflugra lækna hjá okkur á Akureyri. Hann mun halda áfram störfum við Sjúkrahúsið á Akureyri, en við stefnum að áframhaldandi uppbyggingu heilbrigðisþjónustu í höfuðstað norðurlands.

Við bjóðum hann velkominn til starfa !