Fara á efnissvæði

Samanburður á ánægju skjólstæðinga heilsugæslustöðva í höfuðborginni og á norðurlandi

Heilsuvernd heilsugæslan Urðarhvarfi kemur vel útúr könnun Maskínu og mælist í efsta eða efstu sætum síðastliðinna ára. Hlutfall ánægðra eða fremur ánægðra er hátt eða langt yfir 85% árin 2019 og 2022. Skjólstæðingum heilsugæslunnar í Urðarhvarfi hefur fjölgað á Akureyri og telja nú um 4,5% bæjarbúa eða tæplega 1000.

Greining á ánægju skjólstæðinga heilsugæslustöðva í höfuðborginni borið saman við norðurland, sérstaklega Akureyri. 

Það er áhugavert að rýna í tölur sem koma úr könnunum Maskínu. Sjúkratryggingar Íslands hafa kannað þjónustu stöðvanna og ánægju skjólstæðinga heilsugæslunnar á landsvísu núna undanfarin ár.

Könnunin er byggð upp með sama hætti og er sama fyrirkomulag, spurningar og tímarammi á síðustu könnun sem framkvæmd var 17.10.23 - 5.1.2024. Síðasta könnun var gerð árið 2022, en einnig árið 2019 í höfuðborginni og 2020 á landsbyggðinni. Niðurstöður úr þessum 3 könnunum bæði í höfuðborg sem og á landsbyggðinni gefa ágæta innsýn og er því möguleiki til samanburðar milli staða upp að vissu marki.

Þegar horft er á tölurnar liggur ljóst fyrir að ánægja skjólstæðinga er meiri hjá einkareknum heilsugæslustöðvum í höfuðborginni en hinum opinberu . Munar þar talsvert miklu í mörgum af þeim spurningum sem Maskína leggur fyrir notendur þjónustunnar, sjá meðfylgjandi myndir.

Hér er horft í spurninguna; "Almennt séð hversu ánægður eða óánægður ertu með þjónustu (nafn skráðrar heilsugæslu viðkomandi)". Heilsugæslan Urðarhvarfi kemur vel útúr þessari könnun og mælist í efsta eða efstu sætum síðastliðinna ára. Hlutfall ánægðra eða fremur ánægðra er hátt eða langt yfir 85% árin 2019 og 2022. Óánægðir eða fremur óánægðir eru rétt rúmlega 3% á sama tímabili. Bornar eru saman allar 19 stöðvarnar á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2023 sem er sýnt hér lækka tölur nokkuð heilt yfir allar stöðvar í höfuðborginni, sem og á landsbyggðinni, þó er enn mikill munur og Urðarhvarfið með mjög góða niðurstöðu og raðar sér aftur í efstu sæti.


Sé horft á Heilsugæsluna á Akureyri eru einungis 49,3% fremur eða mjög ánægðir árið 2023, þeir voru 62,5% árið 2020. Þeim sem mælast fremur eða mjög óánægðir á sömu heilsugæslustöð fjölgar úr 14,2% árið 2020 í 18,1% að sama skapi 2023. Heilsugæslan raðar sér á tímabilinu 2020 í 27 sæti af 33 mögulegum á landsbyggðinni, 21. sæti árið 2022 og í 25. sæti árið 2023.


Skjólstæðingum heilsugæslunnar í Urðarhvarfi hefur fjölgað á Akureyri og telja nú um 4,5% bæjarbúa eða tæplega 1000. Við viljum þjónusta þá með sem bestum hætti, en við höfum mætt hindrunum í því efni sem við erum sannfærð um að okkur muni takast að finna lausn á, enda eiga skjólstæðingar rétt á góðri þjónustu sem við teljum sannarlega að við veitum og tölurnar sýna.

Höf: Teitur Guðmundsson, læknir og forstjóri Heilsuverndar samstæðu