Fara á efnissvæði
Teitur tekur við viðurkenningu

Heilsuvernd framúrskarandi fyrirtæki 2023

Við tilkynnum með stolti að Heilsuvernd ehf. hefur hlotið útnefninguna Framúrskarandi 

26. október 2023

Heilsuvernd ehf. hefur hlotið útnefninguna Framúrskarandi fyrirtæki 2023.

Við erum mjög stolt og ánægð með þessa viðurkenningu en aðeins 2% íslenskra fyrirtækja ná þeim árangri að teljast meðal Framúrskarandi fyrirtækja.

Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að vera stöðug fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag allra. Aðeins afreksfólk atvinnulífsins stenst þær ströngu kröfur sem gerðar eru til framúrskarandi fyrirtækja og þær gefa vísbendingar um að þau séu líklegri til að ná árangri og standast álag en önnur. Það er eftirsóknarvert að skara fram úr.

Við þökkum öllu okkar frábæra starfsfólki fyrir að gera þetta mögulegt.