Atvinna - Læknar óskast til starfa
Heilsuvernd óskar eftir að ráða lækna til starfa.
Vilt þú starfa með öflugu teymi Heilsuverndar?
Við óskum eftir að ráða:
Sérfræðilæknir í öldrunarlækningum
Sækja um starf
Sérfræðilæknir í lyflækningum
Sækja um starf
Umsóknarfrestur er til 01.03.2025
Stöðin fer ört stækkandi og viljum við því bæta við í okkar sterka teymi. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingum sem hafa jákvæðni og góð samskipti að leiðarljósi og vilja vera hluti af öflugu teymi.
Hjá Heilsuvernd og dótturfélögum starfar öflugt teymi sérfræðinga sem sinna fjölbreyttum störfum á sviði heilbrigðisþjónustu.
Markmið Heilsuverndar er að hafa jákvæð áhrif á lífsgæði fólks og efla heilbrigði og vellíðan.
Heilsuvernd er starfrækt í björtu og nýju húsnæði á besta stað við Elliðaárdalinn.
Starfsandi og aðstaða er til fyrirmyndar og við höfum metnað til að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu fyrir alla sem til okkar leita.