Dagur lækna á Íslandi
Í dag er Dagur lækna á Íslandi. Takk fyrir ykkur og til hamingju með daginn ykkar!
Dagur lækna á Íslandi
17. maí er Dagur lækna á Íslandi.
Víða um lönd er árlega haldið upp á Dag lækna til að viðurkenna mikilvægt framlag lækna gagnvart sjúklingum og samfélaginu öllu - og er alþjóðlegur dagur heimilislækna haldinn þann 18. maí.
Hjá Heilsuvernd samstæðu starfa um 30 læknar; heimilislæknar, geðlæknar, hjartalæknir, sérnámslæknar og sérnámsgrunnlæknar.
Takk fyrir ykkur og til hamingju með daginn ykkar!
Nánar um Dag lækna
17. maí, Dagur lækna, er valinn því hann tengist náið sögu lækninga á Íslandi. Fyrsti sérmenntaði læknir landsins, sem einnig varð fyrsti landlæknirinn, Bjarni Pálsson, fæddist þennan dag árið 1719. Á þessu ári eru því 305 ár liðin frá fæðingu Bjarna Pálssonar.
Víða um lönd er árlega haldið upp á Dag lækna til að viðurkenna mikilvægt framlag lækna gagnvart sjúklingum og samfélaginu öllu. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem þetta verður gert á Íslandi.
Í tilefni þessa fyrsta Dags lækna á Íslandi mun Læknafélag Íslands efna til umræðu um mikilvægi starfa lækna, mikilvægi þess að læknar geti sinnt störfum sínum þannig að sem mestur tími gefist til að sinna sjúklingum og aðstandendum þeirra og sem minnstur tími fari í óþarfa skriffinnsku og verkefni sem er kerfislega hagkvæmara að aðrir sinni.