Fara á efnissvæði

Heilsuvernd hefur hlotið viðurkenninguna Framúrskarandi fyrirtæki 2025 frá Creditinfo

Framúrskarandi fyrirtæki er vottun fyrir íslensk fyrirtæki sem uppfylla ströng skilyrði Creditinfo um heilbrigðan rekstur og sterkar stoðir.

Creditinfo metur árlega fjölda fyrirtækja á grundvelli rekstrarsögu, fjárhagslegs styrkleika og ábyrgra starfshátta. 

Aðeins um 3% íslenskra fyrirtækja standast þau ströngu skilyrði sem þarf til að hljóta þessa viðurkenningu.

Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að vera stöðug fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag allra.

Viðurkenningin "Framúrskarandi fyrirtæki" er afar ánægjulegt og slíkt gerist ekki nema með frábærum hópi fólks sem hjá okkur starfar. Fyrir það það ber að þakka. Takk fyrir ykkur og áfram við!