Heilsuvernd, Heilsugæslan í Urðarhvarfi og Prescriby í formlegt samstarf.
Opnuð hefur verið verkjamóttaka fyrir skjólstæðinga Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi þar sem leitað er leiða til að draga úr notkun sterkra verkjalyfja eins og mögulegt er.
26. janúar 2024
Heilsuvernd, Heilsugæslan í Urðarhvarfi og Prescriby í formlegt samstarf.
Það er ánægjulegt að segja frá því að búið er að undirrita samninga og afla leyfis frá Embætti Landlæknis til að nýta hugbúnað og þjónustu Prescriby.
Opnuð hefur verið verkjamóttaka fyrir skjólstæðinga Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi þar sem leitað er leiða til að draga úr notkun sterkra verkjalyfja eins og mögulegt er. Það að geta boðið uppá þjónustu til að auðvelda niðurtröppun á slíkum lyfjum er okkur mikið gleðiefni og lyftir þjónustunni upp á næsta stig.
Réttar og öruggar lyfjaávísanir, tímasparnaður heilbrigðisstarfsfólks og forvörn gegn fíkn í ávanabindandi lyf eru megin markmið þessa samstarfs.
Til þess að auka enn frekar á öryggi og þjónustu við skjólstæðinga okkar í tengslum við lyf og lyfjagjöf hefur verið gengið frá ráðningu klínísks lyfjafræðings. Hann mun vinna þvert á samstæðuna og styðja við læknis og hjúkrunarþjónustu í heilsugæslunni og við vinnu á hjúkrunarheimilum og annarri klínískri þjónustu félagsins.