Heilsuvernd og Sjúkrahúsið á Akureyri í samstarfi
Gengið hefur verið frá samningum með það að markmiði að styðja við mönnun á bráðamóttöku sjúkrahússins.
18. janúar 2024
Stefnt er að föstum hópi reyndra lækna, sérfræðinga og sérnámslækna í heimilislækningum á vegum Heilsuverndar sem koma þar til starfa með reglubundnum hætti 1-2 helgar í mánuði og manna eitt stöðugildi læknis.
Með þessu styrkist enn frekar samstarf milli aðila en fram til þessa hefur Heilsuvernd útvegað þjónustu næringarfræðings með áherslu á næringu aldraðra. Þá hefur Sjúkrahúsið annast læknisþjónustu hjá Heilsuvernd Hjúkrunarheimili á Hlíð og Lögmannshlíð umdanfarin ár.