
Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, ráðinn sérfræðingur og teymisstjóri Velferðar forvarna þróunar hjá Heilsuvernd
Verkefni hans er að leiða þverfaglegt teymi í sálfélagslegri vinnuvernd og ráðgjöf með áherslu á heilsueflingu og forvarnir auk fræðslu.
Það er ánægjulegt að segja frá ráðningu Ólafs Þórs Ævarssonar, geðlæknis til okkar hjá Heilsuvernd. Hann mun starfa sem sérfræðingur og teymisstjóri Velferðar forvarna og þróunar.
Verkefni hans er að leiða þverfaglegt teymi í sálfélagslegri vinnuvernd og ráðgjöf með áherslu á heilsueflingu og forvarnir auk fræðslu. Hann mun starfa með öllum einingum samstæðunnar, en einnig einstaklingum og fyrirtækjum í þjónustu félagins með það að markmiði að bæta líðan, samskipti og heilsulæsi.
Ólafur útskrifaðist úr læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1985. Hann er sérfræðingur í geðlækningum frá árinu 1992 og varði doktorsritgerð sína frá Háskólanum í Gautaborg árið 1998 um forvarnir og faraldsfræði geðsjúkdóma. Hann starfaði sem geðlæknir á Landspítala, geðdeild Sahlgrenska í Gautaborg, Institut f. Stressmedicin í Gautaborg og sem sjálfstætt starfandi geðlæknir.
Ólafur hefur störf þann 1. maí og bætist þannig í hóp öflugra lækna hjá okkur.
Við bjóðum hann velkominn til starfa !