Valur Helgi Kristinsson ráðinn til Heilsuverndar Heilsugæslu
Það er afar ánægjulegt að segja frá ráðningu Vals Helga Kristinssonar til okkar hjá Heilsuvernd Heilsugæslu í Urðarhvarfi.
Það er afar ánægjulegt að segja frá ráðningu Vals Helga Kristinssonar til okkar hjá Heilsuvernd Heilsugæslu í Urðarhvarfi en hann mun hefja störf í janúar næstkomandi og vinna markvisst að áframhaldandi uppbyggingu með okkur í heilsugæslunni og með áherslu á Akureyri.
Valur er sérfræðingur í heimilislækningum, fæddur 1972 og stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri. Hann lauk embættisprófi frá læknadeild Háskóla Íslands árið 2000 og stundaði sérnám í heimilislækningum á Húsavík og Örebro sem hann lauk 2007. Hann hefur verið starfandi á Heilsugæslunni á Akureyri frá árinu 2009 og verið yfirlæknir þar frá árinu 2021.
Við hlökkum til og tökum vel á móti honum!