Fara á efnissvæði

Við hefjum nýja starfsemi á nýjum stað!

Vilt þú vera með okkur í spennandi vegferð í nýju þjónustuúrræði fyrir aldraða í glæsilegri starfsstöð Heilsuverndar að Urðarhvarfi 16. Fjölmörg störf í boði fyrir öflugt fólk.

Heilsuvernd er ört stækkandi fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem hefur sérhæft sig í heilsu- og vinnuverndarstörfum, heilsugæsluþjónustu og heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða. 

Við leitum að einstaklingum sem hafa jákvæðni og lipurð í samskiptum að leiðarljósi og eru tilbúnir að takast á við fjölbreytt verkefni í sterku teymi fagfólks undir merkjum Heilsuverndar.

Óskum eftir að ráða öflugt starfsfólk í eftirfarandi stöður:

  • Deildarstjóra
  • Hjúkrunarfræðinga
  • Sjúkraliða
  • Sjúkraþjálfara
  • Iðjuþjálfa
  • Aðstoð við sjúkra-/iðjuþjálfun
  • Starfsfólk í umönnun
  • Umsjónarmann kerfis- & húsumsjónar  
  • Móttökuritara
  • Yfirmatreiðslumann
  • Matráða
  • Aðstoð í eldhúsi
  • Starfsfólk í þvottahús

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Almenn störf sem tengjast fagsviði viðkomandi
  • Styðja, leiðbeina og hvetja þjónustuþega 
  • Veita andlega og félagslega aðhlynningu  
  • Aðstoða við athafnir daglegs lífs  
  • Verkefni tengd almennri umönnun
  • Samskipti við aðstandendur notenda

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Starfsréttindi í auglýst fagstörf
  • Almenn menntun sem nýtist í starfi
  • Áhugi á öldrunarþjónustu og vinnu með öldruðum
  • Starfsreynsla í öldrunarþjónustu er æskileg
  • Frumkvæði og jákvæðni 
  • Þolinmæði, sveigjanleiki og samskiptahæfni
  • Góð íslenskukunnátta er æskileg

Um fullt starf eða hlutastarf er að ræða, samkvæmt samkomulagi.  

Ráðið er í fastar stöður frá og með mars 2026. 

Umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf ásamt starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað. Ráðið er í starfið óháð kyni. 

Nánari upplýsingar veitir Hanna Guðlaugsdóttir framkvæmdastjóri mannauðs, hanna@hv.is og Fríður Brandsdóttir framkvæmdastjóri Heilsuverndar, fridur@hv.is.

Störf í boði að Urðarhvarfi 16

Nánari upplýsingar um störfin og móttaka umsókna fer fram í gegnum ráðningarvefsíðu Heilsuverndar

Heilsuvernd samstæðan er skipuð sérhæfðu og metnaðarfullu starfsfólki sem leggur áherslu á faglega og framúrskarandi þjónustu. Markmið Heilsuverndar er að hafa jákvæð áhrif á lífsgæði fólks og efla heilbrigði og vellíðan. Því hver dagur er dýrmætur.