
Liðsauki til Heilsuverndar
Við bjóðum Hugrúnu Lindu Guðmundsdóttur og Steinunni Birnu Ragnarsdóttur velkomnar til Heilsuverndar
Við bjóðum Hugrúnu Lindu Guðmundsdóttir og Steinunni Birnu Ragnarsdóttur velkomnar til Heilsuverndar en þær munu starfa með teymi Velferðar og Streituskólanum.
Hugrún Linda Guðmundsdóttir er félagsráðgjafi MA með starfsréttindi frá Landlækni. Hugrún hefur sérhæft sig í streitustjórnun, seiglu, jákvæðri sálfræði, handleiðslu og núvitund. Hugrún hefur margra ára reynslu af ráðgjöf, markþjálfun, handleiðslu og kennslu fyrir einstaklinga, hópa og fyrirtæki.
Nánari upplýsingar um þjónustu
Steinunn Birna Ragnarsdóttir er stjórnunarráðgjafi og leiðbeinandi.
Steinunn lauk meistaragráðu í píanóleik frá New England Conservatory. Árið 2018 lauk hún þriggja ára Fellowship námi í skapandi stjórnun og stefnumótun frá háskólanum í Maryland. Hún lauk síðan Executive Leadership námi frá Harvard Business School árið eftir. Steinunn hefur einnig lokið diplómanámi á meistarastigi í Jákvæðri sálfræði og hefur viðurkennd starfsréttindi í LEGO®SERIOUS PLAY® aðferðinni sem er skapandi leið til lausna og þróunar sem nýtist vel m.a. í stefnumótun einstaklinga, hópa og fyrirtækja. Steinunn býður m.a. upp á skapandi vinnustofur með aðferðinni sem fyrirtæki geta bókað sem námskeið eða fyrir starfsdaga.
Nánari upplýsingar um þjónustu